Search
Close this search box.

RSK – AUGLÝSING um nýtt fasteignamat.

.. 

Nr. 1071/2006
15. desember 2006


AUGLÝSING

um nýtt
fasteignamat.

1. gr.

Samkvæmt 35. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og
mat fasteigna, hefur yfirfasteignamatsnefnd ákveðið framreiknistuðla fyrir skráð
matsverð fasteigna á öllu landinu með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna
við kaup og sölu frá síðasta viðmiðunartíma matsins til 31. desember nk. Nefndin
hefur ákveðið framreikning á matsverði fasteigna þannig:

a.        Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og
atvinnuhúsalóða, sumarhúsa og sumarhúsalóða, svo og matsverð bújarða ásamt
íbúðarhúsum og útihúsum á bújörðum og matsverð hlunninda, sbr. þó stafliði b, c,
d og e, hækki um 10% og verður framreikningsstuðull þeirra samkvæmt því 1,10.

b.        Matsverð
atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ,
Hafnarfirði, Egilsstöðum og Fellabæ hækki um 20% og verður framreikningsstuðull
samkvæmt því 1,20.

c.        Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Garðabæ, Grindavík, Vogum, Borgarnesi,
Stykkishólmi, Sauðárkróki, Hvammstanga, Skagaströnd, Dalvík, Húsavík,
Reyðarfirði, Egilsstöðum, Fellabæ, Flúðum í Hrunamannahreppi og í þéttbýli í
Snæfellsbæ, svo og matsverð atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða á Álftanesi,
Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi og Selfossi hækki um 15% og
verður framreikningsstuðull samkvæmt því 1,15.

d.        Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Grundarfirði
og í Bolungarvík hækki um 5% og verður framreikningsstuðull samkvæmt því 1,05.

e.        Matsverð
íbúðarhúsa og íbúðarlóða á Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdal,
Grímsey, Flatey á Skjálfanda, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði,
Vopnafirði, Bakkagerði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Hornafirði, og í
Vestmannaeyjum, svo og matsverð atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða í þéttbýli á
Vestfjörðum frá Gilsfirði að Hrútafjarðarbotni, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð,
Grímsey og Grýtubakkahreppi, í þéttbýli á Norður- og Norð-Austurlandi frá
Kinnarfjöllum að og með Mjóafirði og ennfremur í þéttbýli frá og með
Breiðdalshreppi að og með Mýrdalshreppi og í Vestmannaeyjum verði óbreytt og
framreikningsstuðull samkvæmt því 1,00.

Við framreikning ársins á ofangreindum grundvelli
skal höfð hliðsjón af fyrningu samkvæmt reglum Fasteignamats ríkisins fyrir
einstakar tegundir eigna.

Ofangreind breyting fasteignamats er miðuð við
fasteignamatsverð samkvæmt fasteignaskrá þeirri er gildi tók 31. desember 2005
með síðari breytingum ákveðnum af Fasteignamati ríkisins og
yfirfasteignamatsnefnd.

2. gr.

Á vegum Fasteignamats ríkisins hefur verið samin
ný fasteignaskrá, þar sem matsverð einstakra fasteigna er skráð samkvæmt þeim
framreiknistuðlum sem ákveðnir hafa verið samkvæmt framanskráðu. Hin nýja
fasteignaskrá inniheldur einnig þær matsbreytingar sem Fasteignamat ríkisins eða
yfirfasteignamatsnefnd hefur gert á einstökum fasteignum svo sem við endurskoðun
á eldra mati og vegna úrskurða á kærum er kunna að hafa leitt til
matsbreytinga.

3. gr.

Fjármálaráðherra hefur staðfest heildareintak hins
nýja fasteignamats eins og það hefur verið ákveðið með ofangreindum hætti.
Fasteignaskráin mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Fasteignamatsins,
Borgartúni 21, Reykjavík, frá og með 31. desember nk. Frá sama tíma mun hið nýja
matsverð einnig koma fram í uppflettingu hjá þeim aðilum sem eru í beinu
tölvusambandi við stofnunina. Jafnframt verður eigendum fasteigna send sérstök
tilkynning um breytingu á matsverði viðkomandi fasteigna.

4. gr.

Með vísan til laga nr. 6/2001 tilkynnir ráðuneytið
hér með að nýtt matsverð fasteigna, sem ákveðið er með ofangreindum hætti og
fram kemur í staðfestri skrá Fasteignamats ríkisins, tekur gildi 31. desember
2006.

Með auglýsingu þessari fellur úr gildi auglýsing
nr. 1158 frá 21. desember 2005.

Fjármálaráðuneytinu, 15. desember
2006.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Hafsteinn S.
Hafsteinsson.


B-deild – Útgáfud.: 22. desember
2006
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur