Efnahags- og skattanefnd ofl; Lög um breytingu á lögum um þingsköp
Hér eru lög sem voru samþykkt á Alþingi
6. júní 2007.
Þær breytingar
sem gerðar eru í meðfylgjandi lögum felast m.a. í því að efnahags- og viðskiptanefnd
verður tvær nefndir sem beri heitin annars vegar efnahags- og skattanefnd
og hins vegar viðskiptanefnd.Hér er um
að ræða breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991,til
samræmis við væntanlegt frumvarp til laga um breytingu á lögum um
Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969. Með breytingum á þeim lögum verða ráðuneyti
sameinuð og breytingar gerðar á heitum ráðuneyta vegna tilfærslu á málaflokkum
milli þeirra. Skipan og heiti fastanefnda Alþingis hafa tekið mið
af heitum ráðuneyta og skiptingu málaflokka milli þeirra og er í þingsköpum
kveðið á um að vísa skuli frumvörpum o.fl til nefnda eftir efni
þeirra og hafa um það hliðsjón af skiptingu málefna í Stjórnarráðinu. Með
þessum lögum verður því samræmi milli heita ráðuneyta og fastanefnda
þingsins og málaflokka.(byggt
á grg.frv) sjá viðhengi