Meðfylgjandi eru breytingartillögur og nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.
Um er að ræða frumvarp sem hefur að geyma ýmis ákvæði,m.a. barnabótareglur, fjárhæðir o.fl.
Meiri hluti nefndar leggur nú til ýmsar breytingar á upphafleg frumvarpi. Meðal annars er lagt til að ákvæði frumvarpsins um skattaleg viðhorf til skattskila ef um annað reikningsár er að ræða en almanaksárið verði felld út. Greinanúmer færast því til. Nokkrar aðrar smábreytingar eru og inni í tillögunni s. um álagningu á alþjóðleg viðskiptafélög, leiðréttingu vegna skattumdæma ofl..
Loks bendir nefndin í áliti sínu á sjónarmið sem gilda þurfi við ákvörðun ríkisskattstjóra á skattalegu heimilisfesti lögaðila og framkvæmd þeirra nýmæla. sjá frumvörpin 0509 / 0510.