Meðfylgjandi er nefndarálit og breytingartillögur frá efnahags- og skattanefnd við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
Nokkrar breytuingar eru lagðar til frá því er frv, var kynnt fyrst. Þannig leggur nefndin leggur til, með hliðsjón af athugasemdum og að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið, að ákvæði frumvarpsins sem varða skattalega meðferð gengishagnaðar og gengistaps taki þegar gildi og komi til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007.
Um aðrar viðbætur segir svo í nefndarálitinu:
"Fyrsta viðbótin kemur fram í b-lið 2. tölul. og a-lið 4. tölul. breytingartillagna nefndarinnar og er ætlað að árétta hvernig standa skuli að skattalegri meðferð gengishagnaðar sem myndast við innlausn hlutdeildarskírteina í erlendum gjaldmiðli í ljósi nýlegs úrskurðar yfirskattanefndar, nr. 70/2008, sem ástæða þótti til að bregðast við.
Önnur viðbótin kemur fram í b-lið 3. tölul. breytingartillagnanna og snertir meðferð ónýtts persónuafsláttar þegar honum er ráðstafað til greiðslu fjármagnstekjuskatts samkvæmt reglum 2. mgr. A-liðar 67. gr. tekjuskattslaga. Tilgangur breytingarinnar er að gera skattleysismörk gagnvart fjármagnstekjum áþekk því sem á við um aðrar tekjur.
Þriðja viðbótin kemur fram í b-lið 4. tölul. breytingartillagnanna en þar er lögð til breyting á skattlagningu kaupskipaútgerðar til samræmis við a-lið 6. gr. frumvarpsins sem gerir ráð fyrir að tekjuskattur hlutafélaga og einkahlutafélaga lækki úr 18% í 15%.
Fjórða viðbótin kemur fram í a-lið 3. tölul. breytingartillagnanna og felur í sér breytingu á orðalagi í samræmi við ábendingar Svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali."
sjá 1036 og 1037