Með dómi þeim sem hér fylgir var ríkið sýknað af kröfu gjaldanda um að leigutekjur af íbúðarhluta væru fjármagnstekjur og því 10 % skattur þar af.
Um var að ræða húseign í eigu aðalhluthafa þess félags sem eignina notaði að hluta.
Starfsemin fólst í þjónustu á heilbrigðissviði.
Gjaldandinn gerði ítarlega grein fyrir máli sínu og rökstuddi í mörgum liðum kröfu sína.
Dómurinn féllst ekki á kröfuna.