Meðfylgjandi er dómur Hæstaréttar í refsimáli.
Ákært var fyrir að Helgi R Guðmundsson hefði sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi F.H. Verks ehf. ekki skilað virðisaukaskattskýrslum félagsins á lögmæltum tíma og ekki greitt virðisaukaskatt samtals að fjárhæð 11.658.207 krónur. Einnig að hafa ekki staðið skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda eða staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins að fjárhæð 12.618.906 krónur.
Var Helgi dæmdur í héraði til að sæta fangelsi í tvo mánuði,skilorðsbundið og að greiða 2.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs en sæta ella fangelsi í 68 daga.
Fyrir Hæstarétti krafðist ákæruvaldið þyngingar á refsingunni . Byggðist krafan á því að við mat á refsingu hefðu innborganir á skattskuldir verið metnar ranglega.
Hæstiréttur féllst ekki á þessa kröfu og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.