Meðfylgjandi er dómur sem upp var kveðinn í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. (Sjá allan dóminn)
Deilt var um hvort bílaleigu hafi verið heimilt að halda utan skattverðs sölu á tryggingum, sem viðskiptavinum var boðið að kaupa er þeir leigðu bifreið. Einnig snerist málið um það hvort bílaleigur hafi heimild til að selja tryggingar án þess að innheimta virðisaukaskatt af þeirri þjónustu .
Niðurstaðan var sú að ríkið var að sýknað stefnda af öllum kröfum í málinu.
Forsendan var sú að bílaleigan ræki ekki vátryggingastarfsemi og hafi ekki leyfi til að selja tryggingar samkvæmt lögum um vátryggingasamninga .
Af þeirri ástæðu einni féllst dómurinn ekki á að bílaleigunni stefnanda hafi verið heimilt að undanþiggja virðisaukaskatt í þjónustu sinni við viðskiptavini við kaup á tryggingum. Taldi dómurinn að ekki væri séð að sú niðurstaða kynni að brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna eða markmiðum að baki samkeppnislaga. Hér væri um allsendis óskylda starfsemi að ræða, annars vegar starfsemi bílaleigu og hins vegar vátryggingastarfsemi.
Einnig benti dómurinn á að tilvísun í tilskipun Evrópusambandsins og dóms Evrópudómstólsins hefði ekki þýðingu við úrlausnina þar sem umrædd tilskipun væri ekki hluti af EES-samningnum.
Bar því bílaleigunni að reikna virðisaukaskatt af heildarendurgjaldi hinnar seldu þjónustu, þ.m.t. þeirri þjónustu er fólst í kaupum á viðbótartryggingum.