Meðfylgjandi er dómur í refsimáli. Varðar hann forsvarsmenn og fyrirtækin Akrasel ehf. og Stillholt ehf á Akranesi. Fólst starfsemin félaganna í rekstri veitingahúsa og mötuneytis.
Í kjölfar skattrannsóknar komu í ljós veruleg vanhöld á skilum virðisaukaskatts og staðgeiðslu opinberra gjalda á árunum 2004 og 2005.
Í málinu er að finna vitnisburð útibússtjóra Landsbankans og sýslumannsins á Akranesi varðandi greiðslur fyrirtækjanna.
Var niðurstaða dómsins sú að dæma annan fyrirsvarsmann fyrirtækjanna í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið . Fyrirsvarsmönnum var hvoru um sig gert að greiða kr 21 000 000 í sekt en sæta varðhaldi í 6 mánuði ef ekki er greitt.