Meðfylgjandi dómur varðar skattamál fyrirtækisins Landfestar ehf. Um var að ræða skattalaga- og hegningarlagabrot á árunum 2000 og 2001. Ákærð voru forsvarsmenn í félaginu.
Af þeirra hálfu var því haldið fram að skattalaga brot hafi verið fyrnd.. Fyrningarfrestur samkvæmt skattalögum sé sex ár. En ekki var því haldið fram að brot þeirra gegn 262. gr. almennra hegningarlaga væri fyrnt.
Um þetta segir svo í dómnum:"Af athugasemdum við 1. gr. laga um breytingu á 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 39, 1995 og umræðum um hana er ljóst að sú grein er ekki sjálfstæð refsiheimild heldur er hér fyrir að fara refsiþyngingarákvæði. Ástæða þess að því var skipað í almenn hegningarlög en ekki í skattalögin sjálf var öðrum þræði sú að auka varnaðaráhrif refsiákvæða skattalagabrota með því að leggja í hegningarlögunum refsingu við hinum alvarlegri brotum af því tagi. Brot þau, sem ákærðu hafa nú verið sakfelld fyrir, fyrnast því á 10 árum, sbr. 1. mgr. 83. gr. almennra hegningarlaga. "
Refsing hvors ákærðu var fangelsi í þrjá mánuði. Annar forsvarsmaðurinn var dæmdur til þess að greiða 12.500.000 krónur í sekt og hinn 8.700.000 krónur.
Rannsókn málsins þessa og saksókn þótti dómaranum hafa dregist óheyrilega .Ákvað hann þess vegna mega að fresta að refsing kæmi til fullnustu, bæði refsivist og sektir. Var ákveðið að refsingin félli niður að liðnu einu ári frá dómsuppsögu, skilorðsbundið. Þar sem sektargreiðsla ákærðu var þannig bundin skilorði var ekki ákveðin vararefsing við hana.