Meðfylgjandi er dómur Hæstaréttar í máli Stjörnblikks ehf og ríkissjóðs.
Um var að ræða ágreining vegna skattamála portúgalskra starfsmanna sem hjá félaginu störfuðu á vegum starfsmannaleiga og ábyrgðra Stjörnublikks á þeim.
Í héraði var það niðurstaða dómsins að félaginu hafi ekki verið skylt að innheimta staðgreiðslu af greiddum launum mannanna eða standa skil á greiðslu tryggingagjalds.
Hæstiréttur taldi formlega annmarka á héraðsdómnum og ómerkti hann.
Var málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppsögu dóms að nýju.