Málið sem hér fylgir: Ákæruvaldið gegn Gísla Hjartarsyni varðar virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda vegna verktöku Gísla á árunum 1999 til 2001 , alls rúmar níu milljónir króna.
Fyrir lá að Gísli greiddi ,áður en ákæran var gefin út , hluta þeirra gjaldföllnu skattskulda sem ákæra tók til og var við ákvörðun refsingar litið til þess. Brotin voru talin meiri háttar í skilningi . almennra hegningarlaga. Fékk Gísli skilorðsbundið fangelsi í 2 mánuði og var honum einnig gert að greiða sekt að fjárhæð 9.200.000 krónur, en niðurstaða héraðsdóms hafði verið ein milljón í sekt en engin fangavist. Hæstiréttur taldi að undanþága frá lágmarki fésektar samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sem tekin var upp með 3. gr. laga nr. 134/2005, ætti við um hluta skuldanna en eldri reglur að öðru leyti.
Bent skal á að skattrannsóknarstjóri birtir dóma og refsiákvarðanir er varða mál sem þetta á heimasíðu sinni: viðhengi