Með lögum nr. 76/2007 var gerð breyting á 9. tl. 31. gr. tekjuskattslaga varðandi arð sem erlend félög hafa af hlutabréfaeign sinni í íslenskum félögum. Erlend félög, frá aðildarríkjum EES, sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. tekjuskattslaga, mega færa frádrátt á móti fengnum arði.
Vegna þessa er nú hægt að skila framtölum RSK 1.04 fyrir félög sem eru skráð með rekstrarfomið Z1, þ.e. hafa fengið íslenska kennitölu vegna bankaviðskipta en stunda ekki atvinnu hér á landi. Tilgangurinn með framtalsskilum þeirra er að fá endurgreiddan fjármagnstekjuskatt sem haldið var eftir við greiðslu arðs.
Nánari upplýsingar um framtöl Z1-félaga er að finna á http://rsk.is/rekstur/z1.