Search
Close this search box.

RSK – Frétt fjmrn. 18.12.08 “Upplýsingaskipta- og tvísköttunarsamningum við erlend ríki fjölgar”

Upplýsingaskipta- og tvísköttunarsamningum við erlend ríki fjölgar
18.12.2008
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 24/2008
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum gert upplýsingaskipta- og tvísköttunarsamninga við fjölda ríkja um allan heim og eru þeir nú á fimmta tuginn.
Á undanförnum mánuðum hefur fjölgað í hópi þeirra ríkja sem Ísland hefur gert þesskonar samninga við, og eru í þeim hópi ýmsar svokallaðar aflands eyjar, svo sem Mön, Jersey, Guernsey ofl. Samningar sem slíkir eru endurnýjaðir reglulega, og fleiri samningar eru í burðarliðnum, svo sem við eyríki í Karíbahafinu og víðar.
Tilgangur þessara samninga eru að auka jafnræði, bæta flæði upplýsinga og koma í veg fyrir tvísköttun hvað varðar skatta á tekjur og eignir. Jafnframt eiga þessir samningar að sporna við mögulegum undanskotum frá skatti og er gerð þeirra liður í átaki íslenskra stjórnvalda að draga úr umfangi skattsvika.

 

Gripið hefur verið til víðtækra aðgerða til að draga úr umfangi skattsvika
Fyrir fjórum árum skilaði sérstakur starfshópur um umfang skattsvika á Íslandi skýrslu um hvernig draga mætti úr skattsvikum hér á landi og miðaði þá talsvert útfrá reynslu annarra ríkja í kringum okkur. Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins gátu tapaðar skatttekjur sem hlutfall af heildarskatttekjum opinberra aðila legið á bilinu 8,5-11,5%. Skiptist það í megin atriðum í þrennt. Svört atvinnustarfsemi og aðrar vanframtaldar tekjur, 5-8%, bókhalds- og framtalssvik  1-2%, og skattsvik í gegnum erlend samskipti  1-1,5%. Dregin er sú ályktun að hvað vanframtaldar tekjur varðar megi greina tilhneigingu í þá átt að þær nemi 3-5% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt þessu gætu tapaðar skatttekjur legið á bilinu 48 til 70 milljarðar króna. Skal áréttað að þessar tölur miðaðst við reynslu annarra landa, en jafnan er talið að einfalt skattkerfi líkt og á Íslandi, sem og smæð þjóðar leiði af sér minni skattsvik og þ.a.l. minni tapaðar skatttekjur.
 
Starfshópurinn skilaði tillögum um leiðir til að sporna frekar við skattsvikum. Innan stjórnkerfisins var farið nákvæmlega yfir hverja tillögu yfir sig og metið hver viðbrögð ættu að vera í hverju tilfelli. Fjölmargt af því sem þar var bent á hefur komið til framkvæmda og er sífellt unnið að endurskoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að bæta skattskil.
• Fyrir það fyrsta má nefna ofangreinda samninga við önnur ríki og lagafrumvarp sem nú er fyrir Alþingi sem felur í sér tillögur þess efnis að öllum fjármálastofnunum verði gert skylt að senda skattyfirvöldum ár hvert upplýsingar um bankainnstæður ásamt upplýsingum um vexti af viðkomandi innstæðum.
• Ísland starfar með öðrum OECD þjóðum í að draga úr því að skattaparadísir séu notaðar til skattsvika.
• Unnið er að frekara eftirliti og eftirfylgni með reiknuðum launum og skattgreiðsluábyrgð ráðandi eigenda og stjórnenda ítrekuð.
• Lögum um fyrningu skattsvika hefur verið breytt í þeim tilgangi að víkka tímaramma skattayfirvalda til að endurákveða skatta.
• Lögum um stöðu og ábyrgð endurskoðenda var breytt með það að leiðarljósi að auka sjálfstæði þeirra og skilja frekar á milli ráðgjafar og endurskoðunar.
• Von er á tillögum sérstakrar nefndar sem var falið að endurskoða bótakerfið til að draga úr bótasvikum.
• Alþingi hefur samþykkt lög um að koma á sérstakri stjórnsýslueiningu sem hefur það hlutverk að annast skattalega umsýslu með stórfyrirtækjum, ekki síst þeim sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Undir það fellur áhættugreining, eftirlit með skattskilum og erlendum fjármálaviðskiptum.
Er hér aðeins tæpt á því helsta sem unnið hefur verið að á þessu sviði á síðustu misserum og árum. Frekari upplýsingar er að finna ma. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar alþingismanns um aðgerðir gegn skattsvikum, þskj. 1031-404. mál á 135. löggjafarþingi 2007-2008.
Íslenskt skattaumhverfi er hagfellt og gagnsætt
Síðastliðið vor tóku gildi ný lög sem styrkt hafa stöðu Íslands hvað varðar skattalegt umhverfi fyrirtækja, t.a.m. með því að gera söluhagnað lögaðila, svo sem fyrirtækja, á hlutabréfum skattfrjálsan. Tilgangur þeirra laga er meðal annars að bæta samkeppnisstöðu Íslands og auka líkur á að eignir og eignarhaldsfélög séu skráð hér á landi.
Í nýlegri skýrslu um íslenska skattkerfið kemur meðal annars fram að tekjuskatthlutfall fyrirtækja á Íslandi sé lágt miðað við önnur OECD ríki og hlutdeild tekjuskatts sé lágt sem hlutfall af heildarskatttekjum. Þrátt fyrir það hafi hlutdeild tekjuskatta fyrirtækja í skatttekjum hér á landi farið vaxandi á síðustu árum samhliða mikilli aukningu hagnaðar. Er það rakið til þess að skattstofninn sé breiður með takmörkuðum sérreglum en lágu skatthlutfalli, sem virkar hvetjandi til að skila hagnaði.
Jafnframt segir í skýrslunni að samanlögð áhrif tekjuskatts félaga og fjármagnstekjuskatts af arði sé lítil hér á landi miðað við þau lönd sem við alla jafna berum okkur saman við. Þetta leiði til aukinnar fjárfestingar í atvinnurekstri. Því er hægt að draga þá ályktun að undir venjulegum kringumstæðum sé hagkvæmt að reka og eiga fyrirtæki hérlendis með tilliti til skattaumhverfis.
Reykjavík 18. desember 2008

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur