Auglýsing ríkisskattstjóra nr. 1/2007
um skil á upplýsingum á árinu 2007 samkvæmt 92. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt vegna framtalsgerðar o.fl.
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirtöldum upplýsingum og gögnum vegna ársins 2006 skuli skilað eigi síðar en 6. febrúar 2007. Upplýsingum þessum skal, ef unnt er, skilað á tölvutæku formi, annað hvort í gagnaskilakerfi ríkisskattstjóra eða samkvæmt færslulýsingu, sem finna má á slóðinni www.rsk.is/vefskil/gagnaskil.asp
rafrænt | pappír | |
Launamiðar og verktakamiðar (RSK 2.01) | 6.2.2007 | 26.1.2007 |
Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). | 6.2.2007 | |
Greiðslumiðar – leiga eða afnot (RSK 2.02) . | 6.2.2007 | |
Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi (RSK 2.085). | 26.1.2007 | |
Hlutafjármiðar (RSK 2.045). | 6.2.2007 | 26.1.2007 |
Launaframtal (RSK 1.05). | 26.1.2007 | 26.1.2007 |
Lán til einstaklinga (fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán). | 6.2.2007 | |
Skýrsla um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). | 6.2.2007 | 26.1.2007 |
Takmörkuð skattskylda – greiðsluyfirlit (RSK 2.025). | 26.1.2007 |
Sé upplýsingunum ekki skilað á tölvutæku formi skal þeim skilað til skattstjóra þess umdæmis, þar sem skilaskyldur aðili á lögheimili 31. desember 2006, eigi síðar en 26. janúar 2007 á tilgreindum eyðublöðum sem einnig má finna á vef ríkisskattstjóra, undir eyðublöð.