Frumvarp til laga um breyting á lögum, um tryggingagjald fylgir hér með.
Með frumvarpi þessu er lagt til að úr lögunum falli brott ákvæðið þar sem kveðið á um að Icepro sem er vettvangur samstarfs um rafræn viðskipti skuli fá í sinn hlut sem nemi allt að 0,001% af gjaldstofni .
Frumvarp til laga um breyting á lögum, um tryggingagjald fylgir hér með.
Með frumvarpi þessu er lagt til að úr lögunum falli brott ákvæðið þar sem kveðið á um að Icepro sem er vettvangur samstarfs um rafræn viðskipti skuli fá í sinn hlut sem nemi allt að 0,001% af gjaldstofni .
Þskj. 298 — 220. mál.
Frumvarp til laga
um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald,
með síðari breytingum.
(Lagt fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)
1. gr.
3. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Með frumvarpi þessu er lagt til að 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna falli brott en þar er kveðið á um að Icepro skuli fá í sinn hlut sem nemi allt að 0,001% af gjaldstofni skv. III. kafla laganna. Breyting þessi er fyrst og fremst lögð fram til einföldunar á framkvæmd. Tryggingagjaldið er talsvert sveiflukenndur gjaldstofn og því ekki heppilegt að fjármagna reglubundin útgjöld með honum. Í staðinn fyrir þessa hlutdeild í tekjustofninum mun verkefnið fá beina fjárveitingu úr ríkissjóði. Þannig stendur ekki til að draga úr fjárframlögum til Icepro þótt mörkunin sé afnumin heldur er tilgangurinn eingöngu að breyta aðferðinni.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 113/1990,
um tryggingagjald, með síðari breytingum.
Með frumvarpinu er lagt til að 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna falli brott en þar er kveðið á um að Icepro, sem er vettvangur samstarfs um rafræn viðskipti, skuli fá í sinn hlut sem nemi allt að 0,001% af gjaldstofni skv. III. kafla laganna. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að Icepro fái í sinn hlut 7,6 m.kr. vegna þessa ákvæðis. Í staðinn fyrir þessa hlutdeild í tekjustofninum mun verkefnið fá beina fjárveitingu úr ríkissjóði.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum er þannig gert ráð fyrir að fjármögnun með beinum greiðslum úr ríkissjóði aukist um 7,6 m.kr., en fjárheimild til verkefna um rafræn viðskipi verður eftir sem áður óbreytt í fjárlögum.