Í meðfylgjandi stjórnarfrumvarpi er lagt til að heimilaður verði frádráttur
hagnaðar af sölu hlutabréfa sambærilegur frádrætti vegna móttekins
arðs.
Frumvarpið kom er kom fram í gærkvöldi 8. mars 2007. Sú aðferð sem lögð er til er
að heimild félaga til frestunar skattlagningar á söluhagnaði af hlutabréfum
verði afnumin. Í staðinnleyfist lögaðilum í rekstri að draga frá
skattskyldum söluhagnaði þá fjárhæð sem söluhagnaðinum nemur . Fyrir því eru þó
sett skilyrði t.d að hafa átt bréfin í a.m.k. eitt ár.
Einnig er í frumvarpinu ákvæði sem skilgreinir á ljósan hátt hvernig
meðhöndla ber tekjur af sölu veltubréfa , þ.e.a.s. hvernig haga ber
skattlagningu á viðskipti með hlutabréf sem keypt eru til þess að hagnast á
skammtímaverðbreytingum á markaði. Er afnumin er sú heimild sem er í lögum er
heimilt að fresta tekjufærslu af slíkum söluhagnaði um tvenn áramót frá söludegi
og að kaup á öðrum hlutabréfum í stað hinna seldu innan þess tíma komi til
lækkunar á kaupverði þeirra bréfa.