Meðfylgjandi frumvarp til laga um Bjargráðasjóð varðar skattalög m.a. á þann hátt að starfsemi hans tengist álagningu búnaðargjalds.
Bjargráðasjóður hefur verið við lýði í tæpa öld. Er gerð grein fyrir starfsemi hans í frumvarpinu.
Hlutverk sjóðsins er skv. frv. að veita einstaklingum og félögum styrki til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:og meiri háttar tjón vegna sjúkdóma og óvenjulegs veðurfars.
Sjóðurinn verður í sameign ríkis og Bændasamtaka Íslands. Umsýsla hans færist frá samgönguráðuneytinu yfir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.
Bjargráðasjóður fær meðal annars tekjur af búnaðargjaldi skv. 6. gr. laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum, og viðauka með þeim lögum.
Forsenda styrkveitinga úr sjóðnum er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997.
Frv gerir ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. júní 2009