Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.
Með frumvarpinu er lagt til að við lög um ársreikninga bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem veitir ársreikningaskrá heimild til að taka til afgreiðslu beiðni um færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli.
Mundi heimild til slíks gilda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2008 eða síðar á því ári og einnig fyrir reikningsárið sem hefst 1. janúar 2009.
kilyrði fyrir heimild ársreikningaskrár eru áfram þau sem fram koma í 8. gr. laganna og í reglugerð nr. 101/2007 um veitingu heimildar til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli.