RSK – Frumvarp til laga um breytingá lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum, um tekjuskatt, og lögum um atvinnuleysistryggingar.
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 54/2006,um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.
Um er að ræða aðgerðir vegna efnahagsástandsins.Beinast þær að þeim einstaklingum sem greitt hafa viðbótariðgjald í séreignarsjóði. Veður þeim gert kleift að nota þá fjármuni tímabundið sem að öðrum kosti væru bundnir til 60 ára aldurs. Lagt er til að bætt verði við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, ákvæðum til bráðabirgða sem heimila útgreiðslu séreignarsparnaðar að hámarki 1 millj. kr.. Einnig er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, lög um tekjuskatt, og lög um atvinnuleysistryggingar, vegna slíkrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.
Eftirfarandi varðar skattframkvæmdina.
Um staðgreiðslureglur: Lagt til að bætt verði við lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda ákvæði til bráðabirgðaum að vörsluaðilum séreignarsparnaðar sé veittur tveggja mánaða aukagjaldfrestur á þeirri staðgreiðslu sem þeim ber að gera skil á vegna útgreiðslanna.
Um aukinn frádrátt frá tekjum: Lagt er til að sett verði bráðabirgðaregla í lög nr 90/2003 þess efnis að mönnum verði heimilað að draga allt að 6% viðbótariðgjald frá tekjuskattsstofni í stað 4% á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010. Með slíku á að hvetja til aukins séreignarsparnaðar sem þannig gæti vegið upp á móti útflæði úr séreignarsjóðum.
Um skerðingar vaxtabóta og barnabóta: Með frumvarpinu er lagt til að útgreiðslur séreignarsparnaðar samkv. frv. komi ekki til skerðingar á barnabótum eða vaxtabótum.