Search
Close this search box.

RSK – Frumvarp til laga um breytingá lögum um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda

Frumvarp til laga um breytingá lögum um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda ( Stóra Vorfrumvarpið).

Sjá frumvarp.


 Samkvæmt meðfylgjandi  frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að innheimtur verði tekjuskattur af vöxtum sem greiddir eru úr landi.  Ekki verða þó skattskyldir þeir  erlendu aðilar sem fá vaxtagreiðslur frá Seðlabanka Íslands, erlend ríki og alþjóðastofnanir eða opinberir aðilar sem undanþegnir eru skattskyldu í sínu heimilisfestarríki.
Í öðru lagi er lagt til að eftirgjöf skulda samkvæmt frumvarpi  um nauðasamninga um greiðsluaðlögun skuli ekki teljast til skattskyldra tekna.
Í þriðja lagi er lagt til að breyting verði gerð á lögunum til að bæta skil banka og fjármálafyrirtækja á upplýsingum um afleiðuviðskipti, eignastýringu, milligöngustarfsemi og fleira. Verður  þessum aðilum  gert skylt að veita upplýsingar um útlán í árslok og greidda vexti á árinu. Er þetta til viðbótar þeirri skyldu að  veita upplýsingar um inneignir og innstæður í árslok.
Í fjórða lagi er gert ráð fyrir að  íslensk móðurfélög verði ábyrg fyrir að veita upplýsingar til íslenskra skattyfirvalda um tekjur viðskiptavina erlendra dótturfélaga séu umræddir viðskiptavinir  skattskyldir hér á landi. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir að hægt verði að fela eignarhald í félögum með skráningu í lágskattaríkjum  og að hægt verði að víkjast frá íslenskri skattskyldu.
Í fimmta lagi er lagt til  ákvæði um skattlagningu aðila sem eiga beina eða óbeina eignaraðild að félögum, sjóðum eða stofnunum í lágskattaríkjum.Átt er við aðila sem á  beint eða óbeint minnst helming eignarhalds eða er með stjórnunarleg yfirráð í dótturfélagi eða útibú í þessum ríkjum . Lagt er til að fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og aðrir aðilar sem að koma  skuli halda sérstaka skrá yfir þá viðskiptavini sína sem fá  skattaráðgjöf eða aðra þjónustu, sem snertir umráð eða beina eða óbeina eignaraðild að rekstri félaga, sjóða eða stofnana sem skráð eru erlendis eða eignir þar. Er þessum þjónustuaðilum  skylt að láta skattyfirvöldum í té umrædda skrá er þau beiðast þess og ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víkja. Þessu ákvæði er ætlað að vinna gegn skattasniðgöngu aðila sem leyna eignum sínum og flytja tekjur úr landi í félög sem stofnuð eru í lágskattaríkjum án þess að hafa nokkra starfsemi þar.
Í sjötta lagi  er lagt til að ákvæði sem sett var í tekjuskattslög um áramótin sl um söluhagnað af fasteignum sem ekki er heimilt að fyrna (50% reglan) verði breytt þannig að ákvæðið taki gildi við álagningu tekjuskatts á árinu 2010 en ekki 2009 eins og lögin gera ráð fyrir

GILDISTAKA:  Það er gert ráð fyrir að  ákvæðin  komi til framkvæmda með mismunandi hætti:.
Þau ákvæði sem fjalla um upplýsingaskyldu  koma þegar til framkvæmda
Þau ákvæði er fela í sér skattskyldu sem ekki var áður fyrir hendi, innheimtu og skil á þeim sköttum, koma til framkvæmda 1. janúar 2010.En tekið er fram að vextir sem áunnir voru fyrir þann tíma beri ekki skatt.

Viðamikil og ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með nánari útlistan á einstökum nýmælum og öðrum þáttum þess.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur