Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Í fyrsta lagi er lagt til að ákvæði til bráðabirgða verði sett þess efnis að á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins september til október 2008, þann 5. desember 2008, verði heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna uppgjörstímabilsins, þrátt fyrir að einungis þriðjungi af aðflutningsgjöldum, þ.m.t. virðisaukaskatti, hafi á þeim tíma verið skilað.
Í öðru lagi er lagt til að aðilar geti fengið heimild til að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur.