Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Með frumvarpinu eru lagðar til ráðstafanir sem fela í sér gjaldaaðlögun fyrirtækja vegna gengisfalls íslensku krónunnar, samdráttar í allri starfsemi og verðbólgu.
Fyrirtækjum verður heimilað á árinu 2009 að dreifa gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda þ.e.a.s.tolla og skatta og gjöld sem lögð eru á við innflutning þar með talinn virðisaukaskatt. Þó ekki vörugjöld af eldsneyti og ökutækjum.
Vextir vegna greiðslufrests skulu vera almennir meðalvextir á viðkomandi tímabili.
Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að á gjalddaga reglubundinna uppgjörstímabila virðisaukaskatts á árinu 2009 verði heimilt að færa til innskatts allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað.