Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför, lögum um nauðungarsölu og lögum um gjaldþrotaskipti sem miðar að því að bæta stöðu skuldara við gjaldþrotaskipti og frestun á nauðungarsölu.
Frumvarpið varða ýmis atriði innheimtuúrræða og skulu þessi nefnd:
Aðfararfresti samkvæmt lögum um aðför verði breytt tímabundið til 1. janúar 2010 og í stað 15 daga aðfararfrests komi 40 dagar.
Heimilt verði að fresta fram yfir 31. ágúst 2009 töku ákvörðunar um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef bjóða á upp heimili gerðarþola.
Ákvæði eru um að sá sem sætir beiðni um gjaldþrotaskipti á búi sínu skuli njóta leiðbeininga héraðsdómara um þau úrræði sem honum standi til boða, þ.e. um nauðasamninga og nauðasamninga til greiðsluaðlögunar.
Frestur sem dómari má veita við meðferð kröfu um gjaldþrotaskipti verði lengdur
Loks er lagt til að þegar kröfu er lýst í þrotabú hefjist nýr fyrningarfrestur sem er tvö ár.
Einnig er kveðið á um að ef nauðungarsölu er frestað skulu kröfur, sem trygging er fyrir í viðkomandi eign og tilheyra ríkinu eða stofnun eða fjármálafyrirtæki í eigu þess, ekki bera dráttarvexti til 1. september 2009.
Í umsögn sem fylgir greinargerð með frumvarpinu er vakin athygli á að skattakröfur bera ekki aðra vexti en dráttarvexti og með frumvarpinu sé verið að gefa þá eftir að hluta til ákveðins hóps en ekki annarra.