Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Varðar það einföldun reglna við samruna og skiptingu félaganna.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á EES-reglum um að einfalda ákvæði núgildandi laga er snúa að samruna og skiptingu hlutafélaga.
Gert er ráð fyrir að ef fyrir liggi samþykki allra hluthafa til slíkra gerða megi sleppa skýrslugjöf utanaðkomandi aðila, þ. e. óháðra, sérfróðra matsmanna varðandi skýrslu um samrunaáætlun, m.a. um endurgjald fyrir hluti, . Á þetta að geta sparað kostnað hjá litlum félögum, t.d. við samruna innan samstæðu, sem og hjá systurfélögum sem einn og sami hluthafi á.
Gert er ráð fyrir að nýju ákvæðin nái til samruna og skiptingar sem ákvörðun verður tekin um eftir lögfestingu frumvarpsins.