Search
Close this search box.

RSK – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt,með síðari breytingum sem lagt var fram á þingi sl. fimmtudagskvöld. 
  

Sjá frumvarp

Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar.

 1. Um að telja helming söluverðs sem söluhagnað: Í fyrsta lagi er tekin afstaða til meðferðar söluhagnaðar af fasteignum sem ekki er heimilt að fyrna.  Í 3. mgr 15.gr skattal..segir að jafnan sé heimilt að telja helming söluverðs slíkra eigna til skattskyldra tekna. Er þessari reglu  ætlað að gilda þegar stofnverð eignar liggur ekki fyrir. Lagt er til að þetta ákvæði verði með skýrum hætti einungis látið taka til fasteigna manna en ekki eigna sem tilheyra atvinnurekstri, enda er slík undantekningarregla í andstöðu við meginreglur laganna um útreikning söluhagnaðar af atvinnurekstrareignum
2. Endurhæfingarstyrkir. Í öðru lagi er lagt til að styrkir úr Endurhæfingarsjóði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem ganga til greiðslu kostnaðar vegna endurhæfingar, heilbrigðisþjónustu og tiltekinnar þjónustu fagaðila teljist ekki til tekna.
3. Hagnaður af íbúðarsölu á Íslandi og fjárfesting í íbúð í EES landi.  Í þriðja lagi eru lagðar til breytingar á reglum um söluhagnað af íbúðarhúsnæði þar sem endurfjárfesting á íbúðarhúsnæði getur farið fram hér á landi eða í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Er þessi breyting gerð í því skyni að tryggja betur að íslenskar reglur um söluhagnað af íbúðarhúsnæði samrýmist þeim reglum sem EES-ríkin, þ.m.t. Ísland, þurfa að framfylgja.
4. Tæknileg lagfæring á samsköttunarreglum félaga:  Í fjórða lagi er tillaga um að fella út 4.málsgr. 55..gr um færslu á eldra tapi milli félaga við samsköttun. Í ljósi þess að tíu ár eru liðin frá gildistöku þessa ákvæðis og þess að skv. 8. tölul. 31. gr. laganna má einungis draga frá tekjum lögaðila eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu tíu árum á undan rekstrarári er lagt til að 4. málsl. 4. mgr. 55. gr. verði felldur brott þar sem ákvæðið hefur runnið sitt skeið á enda.
5. Búseturéttur og vaxtabætur. Í fimmta lagi er lagt til að kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 veiti rétt til vaxtabóta líkt og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð.
6. Tekjutengdar barnabætur miðist eingöngu við skattframtal.. Í sjötta lagi er lagt til að tekjutengdar barnabætur verði ekki ákveðnar nema á grundvelli skattframtals við álagningu, en ekki samkvæmt áætluðum skattstofnum.
7. Einföldun framtalsskila.  Í sjöunda lagi er lagt til að lögfest verði heimild fyrir skattstjóra til að annast gerð skattframtala þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir.
8. Bætt upplýsingagjöf þriðjamanns.    Í áttunda lagi gerir frumvarpið  ráð fyrir að öllum fjármálastofnunum, bönkum, sparisjóðum og öðrum sem atvinnu hafa af vörslu fjármuna verði gert skylt að senda skattyfirvöldum árlega upplýsingar um bankainnstæður, vexti og afdregna staðgreiðslu. Upplýsingaskyldan  tekur til inneigna í árslok og vaxtatekna ársins.
9. Framlenging á heimild til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum hjá rekstraraðilum. Þetta er níunda meginbreytingin skv. frumvarpinu. Um þetta segir svo í greinargerð:
"Með lögum nr. 38/2008 var sú breyting gerð á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, að hagnaður félaga af sölu hlutabréfa varð frádráttarbær frá tekjum af atvinnurekstri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
    Samhliða þessum breytingum var heimild 5. mgr. 18. gr. tekjuskattslaga felld brott enda ekki lengur forsendur fyrir því ákvæði. Samkvæmt þeirri heimild gátu lögaðilar, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna, og einstaklingar í atvinnurekstri farið fram á að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa (án nokkurs fyrirvara), þar á meðal skiptum á hlutabréfum, um tvenn áramót frá söludegi. Á frestunartímabilinu gat félag endurfjárfest í nýjum hlutabréfum og lækkað stofnverð þeirra um fjárhæð söluhagnaðarins. Frestaða fjárhæðin kom þannig hugsanlega fram í auknum söluhagnaði þegar nýju hlutabréfin yrðu seld. Þannig gat frestun og lækkun stofnverðs gengið koll af kolli. Alla jafna kom því ekki til þess að lögaðilar greiddu skatt af söluhagnaði hlutabréfa.
    Eftir að frumvarp það sem varð að lögum nr. 38/2008 hafði verið lagt fyrir Alþingi kom í ljós að nauðsynlegt reyndist að kveða skýrar á um gildistöku ákvæðisins þar sem skýrt kæmi fram að nýttar frestunarheimildir á árunum 2006 og 2007 vegna söluhagnaðar sem myndaðist á þeim árum væru í fullu gildi og tækju til allra sem uppfyllt hefðu skilyrði 5. mgr. 18. gr. á þeim tíma.
    Nú hefur komið í ljós að þeir lögaðilar, sem skattskyldir eru skv. 1. og 2. tölul. 2. gr., og seldu hlutabréf á tímabilinu 1. janúar 2008 til birtingardags laga nr. 38/2008 í Stjórnartíðindum þann 10. júní 2008 í félögum á t.d. lágskattasvæðum hefðu átt að eiga rétt til að fresta söluhagnaði þar sem sala þeirra er ekki frádráttarbær, enda uppfylltu þeir skilyrði 5. mgr. 18. gr. á sínum tíma. Því er lagt til að af þessari ástæðu verði réttur þeirra sem svo háttar um jafnaður með breytingu á orðalagi ákvæðis til bráðabirgða II með lögum nr. 38/2008. Að öðrum kosti væri hér um afturvirka skattskyldu að ræða sem ekki væri frestanleg og stangaðist á við ákvæði stjórnarskrár um afturvirkni skattalaga. Þá verður að telja þessa breytingu eðlilega með tilliti til þess að í núgildandi ákvæði til bráðabirgða II með lögum nr. 38/2008 er fallist á frestun á árunum 2006 og 2007."

Gildistakan:
Reglurnar um  barnabætur, búsetavaxtabætur, upplýsingaskyldu og einfaldara framtal  koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2009 vegna tekna ársins 2008 og eigna og skulda í lok þess árs.
Ákvæði um söluhagnað hlutabréfa öðlast þegar gildi.
Önnur ákvæði eiga samkvæmt frumvarpinu að öðlast gildi 1. janúar 2009 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur