Meðfylgjandi er frumvarp til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík. Í 4.grein frumvarpsins er fjallað um skattamál Norðuráls ehf sem væntanlegs rekstraaðila. Eru þau á nokkurn hátt háð öðrum reglum en almennt gildir um fyrirtæki.
Í heildina tekið er samt gert ráð fyrir að almennar skattareglur skuli gilda um starfsemi álversins í Helguvík. Nokkur frávik eru þó þar frá. Svipar þeim til reglna sem gilda um álbræðslu á Grundartanga og í Reyðarfirði. Þó eru þau nokkru minni í þessu frumvarpi.
Frávik þau sem gert er ráð fyrir að Norðurál ehf. skuli njóta frá reglum um beina skatta samkvæmt frumvarpinu eru þessi:
A. Tryggt skal að tekjuskattshlutfall félagsins verði ekki hærra en 15% þó lög breytist þar um almennt.
B. Sérreglur gilda varðandi fyrningu eigna.
C. Undanþága er frá að greiða iðnaðarmálagjald tekjuskattshlutfall fyrningu iðnaðarmálagjald
D. Undanþága er frá að greiða markaðsgjald, þ.e.a.s. sem svarar til 0,05% af tryggingagjaldsstofninum fram til 1.janúar 2013.
D. Gerður er fyrirvari varðandi upptöku nýrra skatta.
tekjuskattshlutfall fyrningu iðnaðarmálagjald