Search
Close this search box.

RSK – frumvarp til laga um stofnun sérstaks rannsóknar- og saksóknaraembættis

Í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði sérstakt embætti saksóknara. Á það að annast rannsókn  refsiverðri háttsemi í aðdraganda og í tengslum við fjárþrot fjármálafyrirtækja . Skal embætti þetta  eftir atvikum að fylgja rannsókninni eftir með útgáfu ákæru og saksókn.

Sjá frumvarp

Áformað er að rannsóknar- og ákæruheimildir embættisins taki meðal annars til efnahags-, auðgunar- og skattabrota.

Hér er, skv. greinargerð með frv. ,um að ræða sértæka lausn til skamms tíma. Frumvarpið  er sniðið að því og er ekki ætlað að vera varanleg ráðstöfun til lengri tíma. Er áformað að embætti sérstaks saksóknara starfi tímabundið og við niðurlagningu þess hverfi verkefni embættisins til annarra saksóknara- og lögregluembætta í samræmi við almenn ákvæði lögreglulaga og laga um meðferð sakamála.

Gert er ráð fyrir að sérstakur saksóknari hafi stöðu forstöðumanns embættis og ráði meðal annars starfsfólk að embættinu.

Í frumvarpinu kemur fram að sú staða getur komið upp við þar til greindar aðstæður,  að starfsmaður eða stjórnarmaður fyrirtækis, sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sem tengjast fyrirtækinu, móður- eða dótturfyrirtæki þess eða fyrirtækjum sem það er í viðskiptum við eða stjórnendum þeirra, sæti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur