Meðfylgjandi er frumvarp til laga um uppbót á eftirlaun. Frumvarpið er þess efnis að ríkissjóður mun tryggja að ellilífeyrisþegar fái að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði, að viðbættri uppbót á eftirlaun, frá 1. júlí 2008.
Gert er ráð fyrir að skattstjóri í hverju umdæmi fari með framkvæmdina .
Ákvörðun um uppbót eftirlauna skal byggjast á upplýsingum skattframtals og liggja fyrir við álagningu. Um málsmeðferð fer að mestu eftir 96. og 97. gr. laga um tekjuskatt.
Rísi ágreiningur um ákvörðun skattstjóra á uppbót til eftirlauna er hún kæranleg til hans. Úrskurð skattstjóra má síðan kæra til ríkisskattstjóra og er úrskurður ríkisskattstjóra lokaákvörðun á stjórnsýslustigi. Frumvarp Þskj 848