Frumvarp til laga um viðaukasamning milli Íslands og Alcan um álbræðslu
við Straumsvík . Skattar og gjöld fari eftir almennum skattalögum
Með frumvarpinu er lagt til að lögfestur
verði samningur við Alcan um að frá og með 1. janúar 2005 lúti fyrirtækið
íslenskum skattalögum eins og gildir um aðra lögaðila sem bera ótakmarkaða
skattskyldu hér á landi. Verði frumvarpið að lögum fellur
framleiðslugjald af áli niður frá og með árinu 2005 en í staðinn mun fyrirtækið
greiða tekjuskatt í ríkissjóð og fasteignaskatta til Hafnarfjarðarbæjar. sjá