Meððfylgjandi er frumvarp þar sem lagt er til hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu manna á byggingarstað og vegna vinnu við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis verði hækkað úr 60% í 100%.
Þessu er ætlað að gilda tímabundið 1. mars 2009 til 1. júlí 2010.
Einnig er lagt til að heimilt verði að endurgreiða ákveðið hlutfall virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum húseiningum. Hlutfallið yrði ákveðið í reglugerð .