Search
Close this search box.

RSK – Greiðsluaðlögun: Frumvarp til laga um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl.

Meðfylgjandi stjórnarfrumvarpi er ætlað að breyta gjaldþrotalögunum á þann hátt að innleiða nýmæli varðandi úrræði við greiðsluþrot einstaklinga.
Við lögin á að bætast  bætist nýr kafli: Greiðsluaðlögun, með níu nýjum greinum. Geymir hann ný úrræði skuldara til handa.

Sjá stjórnarfrumvarp


Samkvæmt frumvarpinu eiga nánar tiltekin gögn að fylgja beiðni skuldarans um heimild til að leita greiðsluaðlögunar. Eru þau  talsvert til einföldunar frá almennum reglum gjaldþrota- laganna, þar sem talið er upp hvað fylgja eigi beiðni um heimild til að leita nauðasamnings eftir almennum reglum. Þar skiptir mestu er að skuldaranum er ekki ætlað að gera frumvarp að nauðasamningi, en að nokkru kemur í þess stað svo kölluð greiðsluáætlun . Þá er heldur ekki ráðgert að skuldari leggi fram meðmæli frá tilteknum fjölda lánardrottna, svo sem almennt gildir.

Tekið er fram  að skuldari eigi að láta í té með beiðni sinni fjögur síðustu skattframtöl sín . En reglan er sú að skuldari geti  ekki fengið heimild til að leita greiðsluaðlögunar ef hann hefur borið ótakmarkaða ábyrgð á atvinnustarfsemi undangengin þrjú ár nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Er þannig ætlast til að skattframtölin verði höfð til marks um að þessu skilyrði fyrir greiðsluaðlögun sé fullnægt.

Einnig kemur fram að beiðninni eigi að fylgja  vottorð um hjúskaparstöðu og fjölskyldu.    Mikilvægasta gagnið sem þarf að fylgja beiðni um heimild til að leita greiðsluaðlögunar er greiðsluáætlun með nánar tilgreindu efni.
 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur