Meðfylgjandi er Hæstaréttardómur er varðar skattskyldu vegna viðtöku hlutabréfa sem endurgjad fyrir vinnuframlag. Deiluefnið var hvort skattyfirvöldum hefði verið heimilt að ákvarða gjaldanda tekjuviðbót á gjaldárinu 2000, 20.049.947 krónur, vegna hagnaðar er hann hlaut af því að skipta á hlutabréfum í hlutafélaginu Íslenska útvarpsfélagið fyrir jafnháan hlut í hlutafélaginu Norðurljós
Niðurstaða málsins var sú að um hefði verið að ræða skattskyldar tekjur sprottnar af vinnusamningi og því skattskyldar sem laun í skilningi skattalaga. Einnig var talið að þar sem gjaldandinn hefði ekki gert grein fyrir tekjunum í skattframtali væri skattyfirvöldum rétt að beita 25% álagi á vantalinn skattstofn .