Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l.um tekjuskatt. Hækkun vaxtabóta . Hámarksbætur hækki um 5%. Viðmiðunarhlutfall vaxtagjalda til skerðingar verði 7,5% í stað 6%.
Samkvæmt meðfylgjndi þingskjali leggur efnahags-og skattanefnd til að upphaflegu frumvarpi til lagabreytingar um hækkun vaxtabóta verði breytt.
Um er að ræða ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna og eigna á árinu 2008.
Nefndin leggur eftirfarandi til:
1. Að viðmiðunarhlutfall þeirrar fjárhæðar sem draga skal frá vaxtagjöldum af samanlögðum tekjuskattsstofni hækki úr 6% í 7,5%.
2. Að hámarksbætur hækki um 55% í stað 25% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.
Hámarksupphæð greiddra vaxta helst óbreytt í lögum um tekjuskatt