AU GLÝSING frá ríkisskattstjóra um fresti til að skila framtölum og form framtala vegna álagningar opinberra gjalda á árinu 2008 á tekjur ársins 2007. Skilafrestir.
1. gr. Framtölum manna, þ.m.t. þeirra, sem látist hafa á árinu 2007, skal skila til skattstjóra eigi síðar en 26. mars 2008.
Unnt er að sækja um aukinn skilafrest á vef skattstjóra, skattur.is. Lengdum skilafresti lýkur dagana 31. mars til 2. apríl nk., samkvæmt slembidreifingu.
2. gr. Framtalsskyldir lögaðilar, þ.m.t. dánarbú, sem ekki hafði verið formlega lokið að skipta í árslok 2006, skulu skila framtali til skattstjóra eigi síðar en 31. maí 2008. Gera skal grein fyrir rekstri sameignarfélaga, sem eru ósjálfstæðir skattaðilar með framtölum eigenda.