Meðfylgjandi eru lög um breytingar á lagaákvæðum um fjármálafyrirtæki o.fl sem birt voru í dag. Þau öðlast gildi 1.nóvember nk.
Með lögunum koma til framkvæmda hér á landi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipunum ráðsins 85/611/EBE og 93/6/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 93/22/EBE (e. Markets in Financial Instruments Directive eða MiFID-tilskipunin). Tilskipunin var birt í Stjórnartíðindum EB 30. apríl 2004. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2005 frá 29. apríl 2005. Tilskipunin átti að vera innleidd í landslög fyrir 31. janúar 2007, en reglurnar eiga að taka gildi 1. nóvember 2007. Samhliða eru tvenn önnur lög sett vegna innleiðingar tilskipunarinnar. Annars vegar breyting á kauphallarlögum og hins vegar ´lögum um verðbréfaviðskipti.
Nefna má ýmis nýmæli er lagasetningin leiðir af sér; telst fjárfestingarráðgjöf þannig nú til starfsleyfisskyldrar starfsemi. Þurfa aðilar sem reka slíka ráðgjöf því í framtíðinni að sækja um starfsleyfi.
Einnig er skilgreining á hugtakinu fjármálagerningur víðtækari en samkvæmt eldri lögum, en með fjármálagerningi er í tilskipuninni átt við auk verðbréfa og hlutdeildarskírteina, hrávöruafleiður, afleiðugerningar til yfirfærslu lánaáhættu o.fl.
Lögin byggjast á fyrrnefndri tilskipun en auk hennar var við samningu þeirra höfð hliðsjón af norrænum rétti á sviði fjármálamarkaðar