Search
Close this search box.

RSK – Álagning 2007. Heildarniðurstöður –

30.7.2007

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 12/2007

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2007 liggur nú fyrir.

Helstu niðurstöður skattaálagningar árið 2007 

30.7.2007

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 12/2007

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2007 liggur nú fyrir.

Um er að ræða endanlega álagningu á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og útsvari á tekjur ársins 2006, en meginhluti álagningarinnar hefur þegar verið innheimtur í formi staðgreiðslu eða fyrirframgreiðslu á árinu 2006. Einnig er hér um að ræða álagningu á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra, auk þess sem ákvarðaðar eru greiðslur barnabóta og vaxtabóta. Frekara talnaefni um álagningu skatta á einstaklinga og ákvörðun barna- og vaxtabóta fyrir árið 2007 verður fljótlega að finna á vefsíðu ríkisskattstjóra (www.rsk.is) undir staðtölur skatta.

Helstu niðurstöður álagningarinnar nú eru eftirfarandi:

 • Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2007 er 253.911. Fjölgun milli ára hefur aldrei verið meiri en framteljendum fjölgaði um 5,2% og voru 12.567 fleiri en árið áður. Skýringin er hinn mikli aðflutningur fólks sem hefur einkennt íbúaþróun undanfarin ár.
 • Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 185,5 milljörðum króna og hækkar um 13,4% frá fyrra ári. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
 • Almennan tekjuskatt, samtals 81,9 milljarða króna, greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%,  enda lækkaði tekjuskattshlutfallið úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%.
 • Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 87,3 milljörðum króna og hækkar um 12,4% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 244.883 og fjölgar um 4,6% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 7,4% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki.
 • Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 16,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 34% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 93 þúsund og fjölgar um tæp 10% milli ára. Söluhagnaður skýrir drjúgan helming af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fjórðung hvor liður. Fjármagnstekjuskattur eykur enn hlut sinn í tekjusköttum til ríkissjóðs og nemur hann nú 16,6% samanborið við 14,4% árið 2006.
 • Framtaldar eignir heimilanna námu rúmlega 2.800 milljörðum króna  í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 14,9% frá fyrra ári. Fasteignir heimilanna töldust 2.052 milljarðar að verðmæti eða nær 3/4 hlutar af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 12,5% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 1,2%. Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.113 milljörðum króna í árslok 2006 og höfðu þær vaxið um liðlega 21% frá árinu 2005. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa jukust minna eða um 17,8%, og námu rúmlega 700 milljörðum króna. Skuldir vegna íbúðarkaupa námu 34,4% af verðmæti þeirra og hafði það hlutfall hækkað nokkuð frá fyrra ári.
 • Á þessu ári verða greiddir út rúmir 7,4 milljarðar króna í barnabætur samanborið við 6 milljarða króna í fyrra sem er 24,1% aukning. Þá fjölgar þeim sem bótanna njóta um 14,8% frá síðasta ári. Hér kemur það til að tekjuskerðingarmörk vegna bótanna hafa verið hækkuð um 20%, auk þess sem bætur eru nú greiddar vegna barna allt að 18 ára aldri en áður voru einungis greiddar bætur vegna barna að 16 ára aldri. Barnabætur vegna barna yngri en 7 ára hafa einnig verið hækkaðar um 20%. Þá hafa skerðingarhlutföll vegna tekna umfram skerðingarmörk verið lækkuð. Þetta allt hefur í för með sér að meðalbætur á fjölskyldu hækka um 8%.
 • Ákvarðaðar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af íbúðarlánum, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2006, nema 5,3 milljörðum króna í ár.  Vaxtabætur fá um 50 þúsund aðilar. Meðalvaxtabætur eru nú 106 þúsund að meðaltali á hvern vaxtabótaþega en þeim er skipt á milli hjóna og sambýlisfólks. Sem kunnugt er var vaxtabótum endurúthlutað vegna síðasta árs eftir að í ljóst kom að mikil hækkun fasteignaverðs leiddi til verulegrar fækkunar þeirra sem þeirra höfðu notið. Að teknu tilliti til þeirrar endurúthlutunar hækka útborgaðar vaxtabætur um tæp 5% milli ára, en fjöldi vaxtabótaþega er svipaður bæði árin.
 • Hinn 1. ágúst n.k. koma til útborgunar 9,2 milljarðar króna eftir skuldajöfnun á móti ofgreiddum sköttum. Vaxtabætur eru stærsti hluti útborgunarinnar en  útborgun þeirra nemur 4,3 milljörðum. Fjórðungur barnabóta verða útborgaðar og nemur upphæð þeirra 1,6 milljörðum. Afgangurinn, um 3 milljarðar króna, eru ofgreidd staðgreiðsla eða fyrirframgreiddir skattar af tekjum síðasta árs.  Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári og kemur síðasti hluti þeirra, tæpir 2 milljarðar króna, til útborgunar 1. nóvember n.k.


Reykjavík 30. júlí 2007"

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur