Lög um breyting á lögum um virðisaukaskatt. 100% endurgreiðsla VSK vegna vinnu á b.stað og við hönnun og eftirlit við íbúðir, tómstundahús og op. byggingar.
Meðfylgjandi eru nýsamþykkt en enn óbirt og ónúmeruð lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Heimila þau á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. janúar 2011 að endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað, hönnun ofl. Heimildin tekur einnig til allra bygginga sveitarfélaga.
Lögin taka gildi við birtingu þeirra og munu gilda um reikninga sem gefnir hafa verið út eða gefnir verða út eftir frá og með 1.mars síðast liðnum.