Search
Close this search box.

RSK – Lög um breytingu á lögum um ársreikninga.

Þessi lög voru samþykkt á Alþingi 9. desember sl.
Með lögunum eru gerðar tvær
breytingar.
1.  Gerður er munur   eftir stærð
félagsins á viðurlögum við  að semja ekki eða skila ekki ársreikningi.  2.    Síðari breytingin sem felst í lögunum  er að ársreikningaskrá er veitt
heimild til að leggja sektir á félög sem  vanrækja að standa skil á ársreikningi
eða samstæðureikningi.til opinberrar birtingar.

Þessi lög voru samþykkt á Alþingi 9. desember sl.

Með lögunum eru gerðar tvær
breytingar.

1.  Gerður er munur   eftir stærð
félagsins á viðurlögum við  að semja ekki eða skila ekki ársreikningi. Samkvæmt
lögunum  teljast slík brot stjórnarmanna og framkvæmdastjóra stærri félaga til
meiri háttar brota en  sams konar brot í minni félögum teljast ekki til meiri
háttar brota en varða samt viðurlögum. Með þessari aðgreiningu munu umrædd brot
stjórnarmanna og framkvæmdastjóra minni félaga varða sektum sem heimilt er að
leggja á félögin.
 2.    Síðari breytingin sem felst í lögunum  er að
ársreikningaskrá er veitt heimild til að leggja sektir á félög sem  vanrækja að
standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi.til opinberrar birtingar.
Ársreikningaskrá hefur heimild til þess að nýta sér upplýsingar um félögin
samkvæmt 2. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Á þessum forsendum er  ársreikningaskrá kleift að meta hvort einhver rekstur er í viðkomandi félögum,
sem og ákvarða hvort félögin teljast til stærri eða minni félaga í skilningi
ársreikningalaga. Eins er  ársreikningaskrá fengin heimild til að leggja  sektir
á öll félög sem ekki skila fullnægjandi upplýsingum eða skýringum með
ársreikningi eða samstæðureikningi. Þessi heimild ársreikningaskrár er óháð því
hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns
lögaðilans, þ.e. hlutlæg ábyrgð.


Lög

                            um breyting á lögum nr. 3/2006, um
ársreikninga.


1. gr.

    121.
gr. laganna orðast svo:
    Ef stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar félaga, sem
falla undir 1. tölul., 2. tölul. eða 2. málsl. 4. tölul. 1. gr., vanrækja að
semja ársreikning eða samstæðureikning er lög þessi kveða á um eða vanrækja að
standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar, telst
sú háttsemi vera meiri háttar brot gegn lögunum.
    Ef stjórnarmenn eða
framkvæmdastjórar félaga skv. 1. gr. rangfæra ársreikning, samstæðureikning eða
einstaka hluta þeirra, byggja ekki samningu þeirra á niðurstöðu bókhalds eða
láta rangar eða villandi skýringar fylgja, enda varði brotið ekki við 158. gr.
almennra hegningarlaga, telst sú háttsemi vera meiri háttar brot gegn
lögunum.
    Sama á við ef maður aðstoðar stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra
félaga við þau brot sem lýst er í þessari grein eða stuðlar að þeim á annan
hátt.


2. gr.

    Á
eftir 1. mgr. 122. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ef
stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar félaga, sem falla undir 3. tölul. eða 1.
málsl. 4. tölul. 1. gr., vanrækja að semja ársreikning eða samstæðureikning er
lög þessi kveða á um, telst sú háttsemi vera brot gegn lögum þessum.


3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 126. gr. laganna:
    a.      Á eftir orðunum „skv. 1. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: sbr. þó 3. mgr.
    b.      Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
            Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er ársreikningaskrá heimilt að leggja
sektir á þau félög sem falla undir 3. tölul. eða 1. málsl. 4. tölul. 1. gr. og
vanrækja að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar
birtingar. Við mat á því hvort félög falla undir 3. tölul. eða 1. málsl. 4.
tölul. 1. gr. er ársreikningaskrá heimilt að nýta sér upplýsingar frá
ríkisskattstjóra skv. 2. mgr. 117. gr. Þá er ársreikningaskrá heimilt að leggja
sektir á félög sem falla undir 1. gr. laganna og vanrækja að leggja fram
fullnægjandi upplýsingar eða skýringar með ársreikningi eða samstæðureikningi
sem lagður hefur verið fram til opinberrar birtingar. Heimild ársreikningaskrár
til að leggja á sektir samkvæmt þessari málsgrein er óháð því hvort brotið megi
rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans.
Sektarfjárhæðin nemur allt að 500.000 kr. og rennur í ríkissjóð. Sektin er
aðfararhæf. Sektarákvörðun ársreikningaskrár er kæranleg til yfirskattanefndar,
sbr. lög nr. 30/1992.
            Fjármálaráðherra skal setja reglugerð um
nánari framkvæmd á sektarheimild ársreikningaskrár.


4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda fyrir hvert það
reikningsár sem hefst 1. janúar 2006 eða
síðar.


Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur