Meðfylgjandi eru lög nr 80/2008
Lögin eru samþykkt er samhliða nýjum lögum um um endurskoðendur.
Með lögunum er kveðið á um að tilteknir lögaðilar, mikilvægir frá sjónarhóli almannahagsmuna, nefndir "einingar tengdar almannahagsmunum", skuli hafa starfandi endurskoðunarnefnd.
Meðal slíkra lögaðila eru félög sem eru með skráð verðbréf á skipulögðum verðbréfamarkaði og lífeyrissjóðir.
Er lögunum ætlað að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga viðkomandi einingar og að endurskoðendur einingarinnar séu óháðir.