Search
Close this search box.

RSK – Lög um kauphallir

Meðfylgjandi lög voru birt í gær,
Í greinargerð með frumvarpi því sem til grundvallar þeim lá,  er breytingum sem af lögunum leiðir þannig lýst: 

 

Helstu breytingar sem felast í frumvarpinu.        sjá lögin
    Helstu breytingar sem felast í frumvarpinu eru eftirfarandi:
    1.      Lagt er til að hugtakið skipulegur tilboðsmarkaður verði lagt af og ekki gerður greinarmunur á skipulegum verðbréfamörkuðum eftir því hvort þar fari fram viðskipti með verðbréf sem eru opinberlega skráð. Er tillaga þessi gerð í ljósi þess hversu lítill munur er orðinn á þeim reglum sem gilda um verðbréf sem verslað er með í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði.
    2.      Lagt er til að hugtakið kauphöll verði notað um lögaðila sem hefur leyfi til að reka skipulegan verðbréfamarkað.
    3.      Lagt er til að opinber skráning verðbréfa verði í höndum Fjármálaeftirlitsins en jafnframt er gert ráð fyrir að stofnuninni verði heimilt að fela skipulegum verðbréfamörkuðum að annast skráninguna. Samkvæmt tillögum frumvarpsins geta kauphallir valið hvort viðskipti með opinberlega skráð bréf fari fram á skipulegum verðbréfamarkaði.
    4.      Lagt er til að orðalagið taka fjármálagerninga til viðskipta verði notað um samþykki kauphallar á að viðskipti með fjármálagerninga hefjist á skipulegum verðbréfamarkaði að uppfylltum reglum hennar skv. 22. gr. Það er því gert ráð fyrir að það verði í höndum kauphalla að ákveða hvort fjármálagerningar verði teknir til viðskipta. Þá er lagt til að gerðar verði nokkrar breytingar á reglum um töku fjármálagerninga til viðskipta.
    5.      Lagt er til að lögfestar verði reglur sem stuðla eiga að auknu gagnsæi á skipulegum verðbréfamörkuðum.
    6.      Lagt er til að Fjármálaeftirlitið veiti og afturkalli starfsleyfi skipulegra verðbréfamarkaða.
    7.      Lagt er til að hægt verði að taka verðbréf til viðskipta án samþykkis eða umsóknar útgefanda.

Hugtakanotkun.

    Í frumvarpinu er leitast við að samræma hugtakanotkun við hugtakanotkun í MiFID-tilskipuninni. Þannig er lagt til að hugtakið skipulegur verðbréfamarkaður verði notað um markaðinn sjálfan en að rekstraraðili markaðarins kallist kauphöll. Þá er lagt til að í frumvarpinu verði hugtakið markaðstorg fjármálagerninga (MTF) notað yfir markaði samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti. Þar er markaðstorg skilgreint sem marghliða viðskiptakerfi sem starfrækt er af fjármálafyrirtæki eða kauphöll sem leiðir saman kaupendur og seljendur fjármálagerninga, í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur þess, þannig að til samninga stofnast í samræmi við IV. kafla verðbréfaviðskiptalaga. Af þessu leiðir að ekki er gert ráð fyrir að hugtakið skipulegur tilboðsmarkaður verði notað áfram og hugtakið kauphöll fær aðra merkingu. Þá er í frumvarpinu lagt til að skýr greinarmunur verði gerður á opinberri skráningu og töku fjármálagerninga til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, en samkvæmt gildandi lögum nær hugtakið skráning til beggja aðgerðanna." 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur