Lög um lækkun matarskatta ofl.Um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. (Matvæli- Hópbilar- Samskráning sparisjóða). Gildistaka 1.mars 2007 (hópbílar og samskráning þó strax)
Breytingar verða á lögum um vörugjald, lögum um virðisaukaskatt og
lögum um gjald af áfengi og tóbaki.
1. Kveðið er á
um að vörugjöld falli niður af öllum matvælum, innlendum sem innfluttum,
öðrum en sykri og sætindum. Þau munu áfram hvíla á þeim vörum sem taldar eru upp
í 17. kafla tollskrár sem ber heitið ,,Sykur og sætindi“ og einnig á ýmiss konar
súkkulaði í 18. kafla tollskrár og sírópi í 21. kafla tollskrár.
2. Gerðar
eru þær breytingar á lögum um virðisaukaskatt að matvara sem ber nú
ýmist 14% eða 24,5%, skal öll bera 7% virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur af
ýmsum öðrum vörum og margs konar þjónustu fer úr 14% niður í 7% . Til dæmis má
þar nefna bækur, tímarit, húshitun og hótelgisting.. Veitingaþjónusta fer úr
24,5% skattþrepi niður í 7% skattþrep. Greiða þannig veitingaaðilar sama
virðisaukaskatt af öllum vörum og þjónustu.Virðisaukaskattur af tónlist, þ.e.
geisladiskum, hljómplötum og segulböndum, verður 7%.
3.Nú er lögfest heimild til samskráningar í virðisaukaskattsskrá til sparisjóða og
dótturfélaga þeirra.
4.Einnig er nú framlengd heimild
til á endurgreiðslu 2/3hluta virðisaukaskatts til kaupa á
nýjum hópferðabifreiðum (sjá viðhengi).