Search
Close this search box.

RSK – Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 90/2003….

Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt,lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald,lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt
Þetta eri lögin eins og þau voru samþykkt þann 15.05.sl.

 Þau hafa enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum.


Rétt er að gera nokkra grein fyrir breytingum sem urðu frá upphaflegu frumvarpi til lagatextans.

Ákvæði  upphaflega frumvarpsins um takmörkun á frádráttarbærni kostnaðar vegna söluhagnaðar var breytt. Þann kostnað sem þar er tilgreindur er því  heimilt að draga frá öðrum tekjum.
 Einnig var skýrar kveðið  á um það að ekki sé heimilt að draga söluhagnað frá skattskyldum tekjum fyrr en yfirfæranlegt rekstrartap hefur verið jafnað út, þ.m.t. tap sem myndast hefur á tekjuárinu.
Einnig að ekki sé heimilt að draga tap umfram hagnað af sölu hlutabréfa frá tekjum eða mynda með þeim hætti yfirfæranlegt tap.
   Meginregla upphaflega frumvarpsins um frádráttarbærni söluhagnaðar tekur nú einnig til afleiðuviðskipta sem byggjast á hlutabréfum enda sé um ígildi hlutabréfaviðskipta að ræða .


    Við afgreiðslu málsins var vakin sérstök athygli af þingmönnum á að heimild  til að draga söluhagnað frá rekstrartekjum er óháð eignarhaldstíma.  Er þetta talið eyða óvissu um hvernig fara eigi  með skattlagningu á veltuhlutabréfum.

 Einnig var við meðferðina undirstrikað mikilvægi þess að gildistökuákvæði  verði ekki látin gilda afturvirkt í þeim tilvikum þar sem þau kunna að leiða til íþyngjandi niðurstöðu sérstaklega vegna afnáms frestunarheimilda þeirra rekstraraðila sem ekki fá notið frádráttarbærni söluhagnaðar en einnig  hvernig haga skuli meðferð áður frestaðs söluhagnaðar.    Sjá 1002

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur