- Meðfylgjandi eru ný lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, Þau eru enn óbirt en voru samþykkt 16.03.sl. Frá og með álagningu opinberra gjalda á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 verður sú breyting á forsendum fyrir gjaldtöku til framkvæmdasjóðs aldraðra að þeir sem hafa fjármagnstekjur greiða gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra en samkvæmt fyrri lögum eru þeir undanþegnir því að greiða gjald í sjóðinn.
Gera má ráð fyrir að gjaldendum sjóðsins fjölgi um 1,5% frá því sem nú er.
Gjaldendur verða ca. 2.600 fleiri en í dag og tekjur um 16 m.kr. hærri en nú.