Search
Close this search box.

RSK – nýr dómur yfir málarameistara nokkrum

Meðfylgjandi er nýr dómur yfir málarameistara nokkrum.   Sakfellt var vegna brota á skattalögum og lögum um bókhald.

 

D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur 22. febrúar 2008 í máli nr. S-1742/2007:
Ákæruvaldið
(Auður Ýr Steinarsdóttir lögl. fulltr.)
gegn
Þóri Karlssyni
(Vilhjálmur Bergs hdl.)
 
 
I
Málið, sem dómtekið var 5. febrúar sl., er höfðað með ákæru
ríkislögreglustjóra, útgefinni 1. nóvember 2007 á hendur „Þór Karlssyni,
kennitala 000000-0000, Stóragerði 6, Reykjavík, fyrir eftirtalin skatta-
og hegningarlagabrot, sem hann framdi í sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni
á árunum 1999-2002.  
 
I.   Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt.
Með því að hafa eigi skilað virðisaukaskattsskýrslum og að hafa síðan
skilað til skattyfirvalda efnislega röngum leiðréttingarskýrslum
virðisaukaskatts, vegna áranna 1999 til 2002, og hafa látið undir höfuð
leggjast að standa Tollstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskatti, í
samræmi við það sem lög áskilja, samtals að fjárhæð kr. 4.212.199, og
sundurliðast sem hér greinir: 
 
 
Uppgjörstímabil:                    Vangoldinn virðisaukaskattur:
 
Árið 1999
júlí-ágúst                                kr.           130.254
september-október                  kr.           452.025
nóvember-desember               kr.          
460.420                                 kr.      1.042.699
                                              
Árið 2000
janúar-febrúar                        kr.             19.575
maí-júní                                  kr.           162.748
júlí-ágúst                                kr.           441.663
september-október                  kr.           381.154
nóvember-desember               kr.          
318.399                                 kr.      1.323.539
                                              
Árið 2001
janúar-febrúar                        kr.             43.851
mars-apríl                               kr.           220.065
maí-júní                                  kr.               5.904
júlí-ágúst                                kr.             86.586
september-október                  kr.           314.859
nóvember-desember               kr.          
360.120                                 kr.      1.031.385
Árið 2002
mars-apríl                               kr.             79.135
maí-júní                                  kr.           196.245
júlí-ágúst                                kr.           154.546
september-október                  kr.           224.420
nóvember-desember               kr.          
160.230                                 kr.         814.576
                                              
                                              
Samtals:                                                                                             
kr.     4.212.199
 
 
Telst þetta varða við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50, 1988, um
virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42, 1995 og 3. gr. laga nr. 134,
2005, og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr.
laga nr. 39, 1995 og 139. gr. laga nr. 82, 1998.   
 
II. Fyrir brot gegn lögum um tekjuskatt og eignarskatt og lögum um
tekjustofna sveitarfélaga.
Með því að hafa látið undir höfuð leggjast að skila skattframtölum sínum á
lögmæltum tíma gjaldaárin 2000 til 2002 og telja fram tekjur hans af
sjálfstæðri atvinnustarfsemi á rekstrarárunum 1999 til 2001, og hafa
skilað inn efnislega röngu skattframtali gjaldaárið 2003 vegna
rekstrarársins 2002, en með þessu vantaldi hann tekjuskatts- og
útsvarsstofn sinn um samtals kr. 16.366.966, sem honum bar að greiða af
tekjuskatt og útsvar samtals að fjárhæð kr. 6.488.255, sem sundurliðast
sem hér greinir:
 
Tekjuárið 1999
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 2000:  
Rekstrartekjur:                                                                              
kr.      4.650.276
Rekstrargjöld:                                                                               
kr.      – 626.742
Vantalinn tekjuskatts- og útsvarsstofn:                  
                        kr.      4.023.534
 
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 26,41%                  
kr.      1.062.615
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir 3.277.950, gjaldstig 7%           
kr.           52.191
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta
11,99%                                     kr.         482.422
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:          
kr.                   1.597.228
 
Tekjuárið 2000
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 2001:
Rekstrartekjur:                                                                              
kr.      5.646.931
Rekstrargjöld:                                                                               
kr.      – 609.374
Vantalinn tekjuskatts- og útsvarsstofn:                  
                        kr.      5.037.557
 
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 26,41%                  
kr.      1.330.419
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir 3.359.899, gjaldstig 7%           
kr.         117.436
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta
11,99%                                     kr.         604.003
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:          
kr.                   2.051.858
Tekjuárið 2001
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 2002:
Rekstrartekjur:                                                                              
kr.      4.223.737
Rekstrargjöld:                                                                               
kr.      – 122.649
Vantalinn tekjuskatts- og útsvarsstofn:         
                                 kr.      4.101.088
 
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 26,08%                  
kr.      1.069.564
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir 3.865.000, gjaldstig 7%           
kr.           16.526
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta
12,7%                                       kr.         520.838
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:          
kr.                   1.606.928
 
Tekjuárið 2002
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 2003:
Rekstrartekjur:                                                                              
kr.      3.324.801
Rekstrargjöld:                                                                               
kr.          – 6.276
Tekjuskattsstofn:                                                                           
kr.      3.318.525
 
Tekjuskattsstofn samkvæmt
framtali:                                             kr.      – 113.738
Vantalinn tekjuskatts- og útsvarsstofn:                  
                        kr.      3.204.787
 
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 25,75%                  
kr.         825.233
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta
12,7%                                       kr.         407.008
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals:          
kr.                   1.232.241
 
 
Samtals                                                                                              
kr.     6.488.255                                                       
Telst þetta varða við 1. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt
nr. 90, 2003, sbr. áður 1. mgr. 107. gr. eldri laga nr. 75, 1981 um
tekjuskatt og eignarskatt, vegna tekjuársins 2002, en við 2. mgr. sömu
laga, sbr. áður 2. mgr. 107. gr. eldri laga nr. 75, 1981 um tekjuskatt og
eignarskatt, vegna tekjuáranna 1999, 2000 og 2001, 2. mgr. 22. gr. laga
nr. 4, 1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 1. mgr. 262. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 og 139. gr. laga
nr. 82, 1998.
 
III. Fyrir brot gegn lögum um bókhald.
Með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og
varðveita bókhaldsgögn vegna sjálfstæðrar starfsemi sinnar á
rekstrarárunum 1999 til og með 2002.
 
Telst þetta varða við 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga
nr. 145, 1994,  um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37, 1995 um breyting á
þeim lögum, og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr.
1. gr. laga nr. 39, 1995.
 
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind
brot.“
 
Ákærði hefur játað sök að hluta til eins og nánar verður gerð grein fyrir
í II. kafla hér á eftir.  Hann krefst vægustu refsingar og málsvarnarlauna
til handa verjanda sínum úr ríkissjóði.
 
II
Málavextir eru þeir að með bréfi 27. maí 2005 vísaði skattrannsóknarstjóri
máli ákærða til opinberrar rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra.  Í bréfinu kemur fram að ákærði hafi starfað
sjálfstætt sem húsamálari og hafi rekstur hans á árunum 1998 til 2002
verið til rannsóknar.  Þá segir um niðurstöður rannsóknarinnar: 
„Rannsóknir skattrannsóknarstjóra ríkisins leiddu m.a í ljós að Þór
vanrækti að færa bókhald vegna sjálfstæðrar starfsemi sinnar auk þess sem
vörslu bókhaldsgagna var verulega ábótavant.  Þá stóð Þór skil á efnislega
röngum skattframtölum til skattstjóra gjaldárin 1999, 2000, 2001, 2002 og
2003 vegna rekstraráranna 1998, 1999, 2000, 2001 og 2002, með því að
vanrækja að gera þar grein fyrir rekstrartekjum vegna sjálfstæðrar
starfsemi sinnar nema að takmörkuðu leyti.  Þá vanrækti Þór að standa skil
á virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabila umræddra ára, en stóð þó
skil á leiðréttingarskýrslum virðisaukaskatts meðfylgjandi skattframtölum
gjaldáranna 1999, 2000, 2001 og 2002.  Leiddu rannsóknir í ljós að
virðisaukaskattskyld velta og útskattur væru vanframtalin vegna allra
framangreindra rekstrarára.“
Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 16. ágúst 2005.  Hann skýrði svo frá að
á framangreindum árum hafi hann starfað sem húsamálari.  Hann hafi ekki
haldið bókhaldsgögnum til haga heldur hafi þau glatast og þar af leiðandi
hafi bókhaldið ekki verið fært.  Varðandi framtalsgerð bar ákærði að
starfsmaður félagsmálastofnunar hafi talið fram fyrir sig samkvæmt gögnum
er hann hafi látið hann hafa, en ef til vill hafi eitthvað vantað upp á
þau.  Ákærði kvaðst ekki hafa skilað virðisaukaskattsskýrslum og hafi það
stafað af óreiðu.  Hann rengdi ekki niðurstöðu skattrannsóknarstjóra
tölulega og kvaðst hafa ráðstafað fénu til greiðslu kostnaðar, þar á meðal
til að greiða sér eðlileg laun og skuldir frá fyrri tíð, en eignamyndun
hafi ekki orðið hjá sér vegna þessa. 
Fyrir dómi bar ákærði að hann hafi áður fyrr verið í mikilli óreglu, en
1997 hafi honum tekist að snúa við blaðinu.  Honum hafi þó ekki tekist að
ná tökum á þessum þætti í lífi sínu, það er að hafa fjármálin í reglu. 
Ákærði viðurkenndi að hafa ekki skilað virðisaukaskattsskýrslum eins og
honum er gefið að sök í I. kafla ákærunnar.  Hann hafi hins vegar skilað
leiðréttingaskýrslum og talið þær réttar.  Til þessa hafi hann fengið
aðstoð frá starfsmanni félagsmálastofnunar.  Hann viðurkenndi að hafa ekki
greitt til tollstjóra samkvæmt leiðréttingaskýrslunum, en að hafa greitt í
nóvember 2007 þriðjung skuldarinnar.  Ákærði viðurkenndi brot samkvæmt II.
kafla, en taldi sig hafa skilað framtölum samkvæmt bestu vitund og með
aðstoð framangreinds manns.  Hann hafi lagt til grundvallar opinber gögn,
en ekki gat ákærði nánar lýst því hver þau væru.  Spurður nánar kom fram
að hann væri að vísa til gagna sem yfirvöld höfðu aflað vegna þess að hann
hafði hvorki haldið bókhald né talið fram eins og rakið var.  Hann hafi
hins vegar skilað launamiðum og hafi á grundvelli þeirra verið hægt að fá
einhvern botn í rekstur hans.  Ákærði játaði brot sem honum eru gefin að
sök í III. kafla ákærunnar.  Hann kvaðst ekki hafa haldið lögboðið bókhald
og væri það í raun skýringin á brotum hans samkvæmt II. og III. kafla
ákærunnar. 
 
III
Eins og rakið var viðurkenndi ákærði fyrir dómi að hafa ekki skilað
virðisaukaskattsskýrslum eins og honum er gefið að sök í I. kafla
ákærunnar.  Hann hafi hins vegar talið leiðréttingaskýrslurnar réttar.  Þá
viðurkenndi hann að hafa ekki staðið tollstjóra skil á virðisaukaskatti
eins og honum er gefið að sök í þessum kafla.  Samkvæmt gögnum málsins
voru leiðréttingaskýrslur ákærða rangar og á því ber hann ábyrgð þótt
annar maður hafi komið að vinnu við þær eins og rakið var.  Ákærði hefur
viðurkennt brot sitt samkvæmt II. kafla ákærunnar og er ekki tæk sú
viðbára hans að hann hafi fengið annan mann til að annast framtalsgerð
fyrir sig og ekki vitað annað en hún hafi verið unnin eftir opinberum
gögnum, en óljóst er hvað hann átti við með opinberum gögnum í þessu
samhengi.  Ákærði hefur skýlaust játað brot það sem honum er gefið að sök
í III. kafla ákærunnar.
Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að ákærði hafi gerst sekur
um brot þau sem honum eru gefin að sök og rétt eru færð til refsiákvæða í
ákærunni.
Á sakavottorði ákærða eru tilgreindir tveir dómar frá 1983 og 1985 og hafa
þeir ekki þýðingu við úrlausn þessa máls.
Við ákvörðun refsingar ákærða er höfð hliðsjón af 77. gr. almennra
hegningarlaga og er hún hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði.  Skilyrði
eru til að skilorðsbinda refsinguna í 2 ár eins og nánar greinir í
dómsorði.  Þá verður ákærða gert að greiða 21.500.000 krónur í sekt til
ríkissjóðs og komi 300 daga fangelsi í stað sektar verði hún ekki greidd
innan 4 vikna.  Loks verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarlaun
verjanda síns, Vilhjálms Bergs hdl., 249.000 krónur að meðtöldum
virðisaukaskatti, en annan kostnað leiddi ekki af málinu.
 
Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn.
 
Dómsorð
Ákærði, Þór Karlsson, sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu
refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins
fyrir ákærða haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.
Ákærði greiði 21.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 300 daga
fangelsi í stað sektar verði hún ekki greidd innan 4 vikna.
Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms Bergs hdl., 249.000
krónur að meðtöldum virðisaukask

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur