Hér fylgja með breytingartillögur ásamt áliti allsherjarnefndar um frv. til laga un breytingu á gjaldþrotalögum.
Með frumvarpinu er lagt til að í lög um gjaldþrotaskipti verði bætt nýju úrræði sem ber heitið greiðsluaðlögun.
Nefndin gerir óverulegar breytingar frá upphaflegu frumvarpi.
Lagatilvísunum er breytt og lagt til að umsjón með nauðasamningi um greiðsluaðlögun er á hendi sýslumanns eins eða fleiri eða annars opinbers aðila, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.
Í nefndarálitinu er einnig gerð grein fyrir því kerfi sem hér er lagt til að verði tekið upp.