Meðfylgjandi er nefndarálit og breytingartillögur vegna fyrirliggjandi frv. til laga um endurskoðendur. Er það um margt athyglisvert.
Með hliðsjón af athugasemdum Félags löggiltra endurskoðenda og eftir samráð við fjármálaráðuneytið taldi efnahags- og viðskiptanefndin rétt að í frumvarpið kæmi bráðabirgðaákvæði um stöðu þeirra sem rétt eiga samkvæmt núgildandi lögum til að starfa sem löggiltir endurskoðendur. Einnig var bætt við málskotsfresti til endurskoðendaráðs og orðalagi hnikað til. Annað er óbreytt frá upphaflegu frumvarpi. Sjá 1049 og 1050