Search
Close this search box.

RSK – Nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/2006, um ársreikninga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndin hefur fjallað
um málið og fengið á sinn fund Guðmund Guðbjarnason frá ársreikningaskrá og Þórð
Reynisson frá fjármálaráðuneyti. Nefndinni hafa auk þess borist umsagnir um
málið.

    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á XII. kafla laga um
ársreikninga en í honum eru ákvæði um viðurlög og málsmeðferð. Markmið
frumvarpsins er einkum að auka skil ársreikninga til ársreikningaskrár og gera
málsmeðferð skilvirkari en þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis er ávallt
nokkur fjöldi félaga sem hvorki semur ársreikning né skilar honum.

Nefndarálit um frv.
til l. um breyt. á l. nr. 3/2006, um ársreikninga.

Frá efnahags- og
viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað
um málið og fengið á sinn fund Guðmund Guðbjarnason frá ársreikningaskrá og Þórð
Reynisson frá fjármálaráðuneyti. Nefndinni hafa auk þess borist umsagnir um
málið.

    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á XII. kafla laga um
ársreikninga en í honum eru ákvæði um viðurlög og málsmeðferð. Markmið
frumvarpsins er einkum að auka skil ársreikninga til ársreikningaskrár og gera
málsmeðferð skilvirkari en þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis er ávallt
nokkur fjöldi félaga sem hvorki semur ársreikning né skilar honum. Breytingar
þær sem lagðar eru til með frumvarpinu eru tvíþættar.

    Fyrri breytingin
er sú að horft verði til stærðar félags hvað varðar alvöru þess að semja hvorki
né skila ársreikningi. Sérstaklega er skilgreint í frumvarpinu hvað teljist
minni félög og hvað stærri. Með stærri félögum er átt við félög sem falla undir
1. tölul., 2. tölul. og 2. málsl. 4. tölul. 1. gr. laganna. Undir þessi ákvæði
heyra í fyrsta lagi hlutafélög sem hafa verðbréf sín skráð á skipulegum
verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, svo og dótturfélög
innifalin í samstæðureikningsskilum þeirra, í öðru lagi hlutafélög,
einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnufélög og samvinnusambönd og gagnkvæm
vátrygginga- og ábyrgðarfélög ef félögin fara fram úr tvennum af eftirfarandi
stærðarmörkum tvö ár í röð: að eignir nemi 230 millj. kr., að rekstrartekjur
nemi 460 millj. kr. eða að fjöldi ársverka á reikningsári sé 50, og í þriðja
lagi sameignarfélög og önnur félög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, svo og
samlagsfélög, sem eru skráð í firmaskrá, ef félögin fara fram úr þeim
stærðarmörkum sem gerð var grein fyrir hér framar. Með minni félögum er átt við
félög sem heyra undir 3. tölul. eða 1. málsl. 4. mgr. 1. gr. laganna. Þetta eru
félög með takmarkaðri ábyrgð félagsaðila sem stunda atvinnurekstur og falla ekki
undir 1. og 2. tölul., svo og sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur,
sbr. lög nr. 33/1999. Undir þetta heyra einnig sameignarfélög og önnur félög með
ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, svo og samlagsfélög, ef félagsaðilar þeirra eru
eingöngu félög sem talin upp eru í 1.–3. tölul. Með þessari aðgreiningu munu
umrædd brot stjórnarmanna og framkvæmdastjóra minni félaga varða sektum en hvað
stærri félögin varðar liggur skv. 120. gr. laganna allt að sex ára fangelsi við
brotum stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra þeirra.

    Verði frumvarpið
óbreytt að lögum verður sú háttsemi talin meiri háttar brot að framkvæmdastjóri
eða stjórnarmenn stærri félaga vanræki að semja eða skila inn ársreikningi eða
samstæðureikningi. Einnig mun það teljast meiri háttar brot ef framkvæmdastjóri
eða stjórnarmenn einhverra þeirra félaga, sem skilaskyld eru skv. 1. gr.
laganna, rangfæra ársreikning eða samstæðureikning, byggja samningu ekki á
niðurstöðu bókhalds eða láta rangar eða villandi skýringar fylgja. Hvað minni
félög varðar mun sú háttsemi teljast refsiverð ef framkvæmdastjóri eða
stjórnarmenn þeirra semja ekki ársreikning eða samstæðureikning, en það telst
ekki meiri háttar brot.

    Síðari breytingin lýtur að því að
ársreikningaskrá, sem hefur það hlutverk að taka á móti, geyma og birta
ársreikninga skilaskyldra félaga, verður veitt heimild til að leggja sektir á
þau félög sem teljast til minni félaga og vanrækja að standa skil á ársreikningi
eða samstæðureikningi. Þá getur ársreikningaskrá lagt sektir á öll félög sem eru
skilaskyld skv. 1. gr. laganna og skila ekki fullnægjandi upplýsingum eða
skýringum með ársreikningi eða samstæðureikningi. Samkvæmt gildandi lögum eru
úrræði ársreikningaskrár til að bregðast við vanskilum afar takmörkuð. Samkvæmt
b-lið 3. gr. frumvarpsins er um hlutlæga ábyrgð að ræða þar sem heimild til að
leggja á sektir er ekki háð því hvort brot verði rakið til saknæms verknaðar
fyrirsvarsmanns eða starfsmanns félags.

    Ögmundur Jónasson var
fjarverandi við afgreiðslu málsins.

    Meiri hlutinn leggur til að
frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. des. 2006.

Pétur H. Blöndal,

form., frsm.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Dagný Jónsdóttir.
Lúðvík Bergvinsson.
Birgir Ármannsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ásta Möller.
Sæunn Stefánsdóttir.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur