|
28.nóvember 2006
um breyting á lögum nr. 90/2003,
um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1.
gr.
Í stað fjárhæðanna „3.721.542“ og
„6.169.097“ í 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna kemur: 4.838.005 og
8.019.826.
2. gr.
Við
lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Endurákvarða skal
vaxtabætur samkvæmt skattframtali ársins 2006 vegna vaxtagjalda á árinu 2005 í
samræmi við B-lið 68. gr. Endurákvörðun vaxtabóta skal lokið eigi síðar en 31.
desember 2006 og tilkynnt með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Senda skal
hverjum skattaðila sem öðlast við endurákvörðun vaxtabóta rétt til vaxtabóta,
sbr. B-lið 68. gr., tilkynningu um endurákvörðunina.
Endurákvörðun
vaxtabóta samkvæmt grein þessari er kæranleg til skattstjóra innan 30 daga frá
dagsetningu auglýsingar um að endurákvörðun vaxtabóta sé lokið.
3. gr.
Lög
þessi öðlast þegar gildi.
|