Þingmál: Svar við fyrirspurn um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 164 — 84. mál.
Svar
fjármálaráðherra við fyrirspurn Ellerts B. Schram um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra.
1. Hversu margir einstaklingar fá greiðslur úr lífeyrissjóðum, hversu margir fá lægri greiðslur en 100 þús. kr. á mánuði og hverjar eru mánaðarlegar meðalgreiðslur á einstakling?
Taflan hér á eftir sýnir fjölda og lífeyrisgreiðslur þeirra sem töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum í reit 043 á skattframtali 2008 flokkað eftir upphæð greiðslu. Þar kemur fram að 42.728 manns töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum og voru heildargreiðslur 46,3 milljarðar kr. Af þeim sem töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum fengu 30.071 einstaklingur minna en 1,2 millj. kr. greiddar á árinu. Einnig koma fram í töflunni upplýsingar um mánaðarlegar meðalgreiðslur á einstakling.
Árlegar greiðslur úr lífeyrissjóðum í millj. kr. |
0–1,2
|
1,2–2,4
|
2,4–3,6
|
3,6–4,8
|
4,8–6
|
>6
|
Samtals
|
Fjöldi þeirra sem töldu fram greiðslur frá lífeyrissjóðum á skattframtali 2008 |
30.071
|
8.130
|
2.749
|
964
|
251
|
563
|
42.728
|
Greiðslur úr lífeyrissjóðum í millj. kr. á skattframtali 2008 |
15.204
|
13.672
|
7.915
|
3.949
|
1.304
|
4.236
|
46.280
|
Meðalgreiðslur á mánuði |
42.134
|
140.139
|
239.935
|
341.373
|
432.935
|
626.998
|
90.261
|
2. Hverjar eru heildarskatttekjur af greiðslum úr lífeyrissjóðum og hverjar yrðu skatttekjurnar ef innheimtur yrði almennur tekjuskattur af þriðjungi hverrar greiðslu og 10% skattur af tveimur þriðju?
Heildarskatttekjur af greiðslum úr lífeyrissjóðum álagningarárið 2008 voru 13.947 millj. kr. Ef innheimtur yrði almennur tekjuskattur af þriðjungi hverrar greiðslu og 10% skattur af tveimur þriðju væru skatttekjur 6.544 millj. kr. miðað við sama álagningarár.