Search
Close this search box.

RSK – Þingmál (skattlagn. lífeyrisgreiðslna)

Þingmál: Svar við fyrirspurn  um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra.

136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 164  —  84. mál.

Svar

fjármálaráðherra við fyrirspurn Ellerts B. Schram um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra.

1.      Hversu margir einstaklingar fá greiðslur úr lífeyrissjóðum, hversu margir fá lægri greiðslur en 100 þús. kr. á mánuði og hverjar eru mánaðarlegar meðalgreiðslur á einstakling?
    Taflan hér á eftir sýnir fjölda og lífeyrisgreiðslur þeirra sem töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum í reit 043 á skattframtali 2008 flokkað eftir upphæð greiðslu. Þar kemur fram að 42.728 manns töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum og voru heildargreiðslur 46,3 milljarðar kr. Af þeim sem töldu fram greiðslur úr lífeyrissjóðum fengu 30.071 einstaklingur minna en 1,2 millj. kr. greiddar á árinu. Einnig koma fram í töflunni upplýsingar um mánaðarlegar meðalgreiðslur á einstakling.

Árlegar greiðslur úr lífeyrissjóðum
í millj. kr.
0–1,2
1,2–2,4
2,4–3,6
3,6–4,8
4,8–6
>6
Samtals
Fjöldi þeirra sem töldu fram greiðslur
frá lífeyrissjóðum á skattframtali 2008
30.071
8.130
2.749
964
251
563
42.728
Greiðslur úr lífeyrissjóðum í millj. kr.
á skattframtali 2008
15.204
13.672
7.915
3.949
1.304
4.236
46.280
Meðalgreiðslur á mánuði
42.134
140.139
239.935
341.373
432.935
626.998
90.261


    2.      Hverjar eru heildarskatttekjur af greiðslum úr lífeyrissjóðum og hverjar yrðu skatttekjurnar ef innheimtur yrði almennur tekjuskattur af þriðjungi hverrar greiðslu og 10% skattur af tveimur þriðju?

    Heildarskatttekjur af greiðslum úr lífeyrissjóðum álagningarárið 2008 voru 13.947 millj. kr. Ef innheimtur yrði almennur tekjuskattur af þriðjungi hverrar greiðslu og 10% skattur af tveimur þriðju væru skatttekjur 6.544 millj. kr. miðað við sama álagningarár.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur