Search
Close this search box.

RSK – Þingsályktunartillaga. EES mál.

Meðfylgjandi er þingskjal sem varðar reikninngsskil o.þ.h.
Um er að ræða þingsályktunartillögu þess efnis að breytt verði vissum ákvæðum EES samningsins í samræmi við tilskipun þar um.
Í greinargerð er breytingunum lýst sem svo:

"Tilskipunin miðar að því að auka trúverðugleika á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja. Meðal helstu breytinga sem felast í tilskipuninni er að lagðar eru auknar skyldur og aukin ábyrgð á stjórnarmenn félaga vegna reikningsskila og upplýsinga í ársreikningum. Á það jafnt við um fjárhagslegar og ófjárhagslegar lykilupplýsingar sem varða viðkomandi félag.
    Helstu breytingar sem tilskipunin leggur til eru:
    –      að aðildarríki geti hækkað viðmiðunarmörk lítilla og meðalstórra fyrirtækja um 20% frá þeim mörkum sem um getur í fjórðu og sjöundu félagatilskipun,
    –      að aðildarríkin geti krafist eða heimilað notkun á gangvirði í reikningsskilum fyrirtækja í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).
    Einnig eru gerðar kröfur um:
    –      viðbótarskýringar með ársreikningi varðandi upplýsingar sem ekki koma fram í efnahagsreikningi og færslur til tengdra aðila,
    –      að ársreikningur fyrirtækis sem skráð er á opinberum markaði innihaldi yfirlýsingu um góða stjórnunarhætti,
    –      að tryggð sé samábyrgð stjórnarmanna á ársreikningi og skýrslum fyrirtækisins.
    Samkvæmt tilskipuninni skal hún innleidd í regluverk aðildarríkjanna fyrir 5. september 2008. Stefnt er að því að innleiða tilskipunina hér á landi á haustþingi 2008 með breytingum á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006.
"  Sjá tilskipunartillögu

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur